Tímamót í útgáfu Archaeologia Islandica

Stórmerkum áfanga í sögu útgáfu um fornleifafræði á Íslandi var náð í sumar þegar rit Fornleifastofnunar Íslands, Archaeologia Islandica, kom út í tíunda skipti. Við þessi tímamót tekur Orri Vésteinsson við ritstjórn af dr. Gavin Lucas sem hefur ritstýrt ArchIs frá upphafi. Sem fyrr eru margar spennandi og áhugaverðar greinar í nýjasta hefti ArchIs og má lesa útdrætti úr þeim hér.