Gróska í bókaútgáfu um fornminjar

Nú er gósentíð í bókaútgáfu um fornminjar og fornleifarannsóknir en margar bækur hafa komið út á síðustu árum og eru væntanlegar. Nýjasta dæmið er bók Hjörleifs Stefánssonar, Af jörðu, glæsilegt rit um íslensk torfhús. Af eldri bókum má nefna bók Steinunnar Kristjánsdóttur um uppgröftinn á Skriðuklaustri, bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um uppgröftinn í Reykholti, Mannvist eftir Birnu Lárusdóttur, bók um uppgröftinn á Hofstöðum í ritstjórn Gavins Lucas og greinasafnið Upp á yfirborðið sem Fornleifastofnun gaf út. Nú hyllir enn undir bækur um fornminjar og tengd efni en nýstofnaður Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna úthlutaði á dögunum styrkjum og á meðal styrkhafa eru fornleifafræðingarnir Adolf Friðriksson, Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir. Lista yfir styrkhafa og heiti verkefna má finna á heimasíðu Rannís: http://www.rannis.is/media/181750/SSSF%20uthlutun%202013.pdf.

Share this post

Leave a comment

Filtered HTML

  • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
  • Allowed HTML tags: <a> <em> <strong> <cite> <blockquote> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Lines and paragraphs break automatically.

Plain text

  • No HTML tags allowed.
  • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
  • Lines and paragraphs break automatically.

Tabbed Recent Posts

  • Um fréttasíðuna

    Hér birtast ýmsar fréttir frá Fornleifastofnun Íslands og samstarfsfólki hennar.