Ný grein um forngarða

Fyrr í þessum mánuði kom Árbók Þingeyinga út. Árbókin er sameiginlegt héraðsrit Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu. Í bókinni er að vanda að finna margar fróðlegar og skemmtilegar greinar en að þessu sinni eiga tveir starfsmanna Fornleifastofnunar grein í ritinu. Greinina skrifa þau Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Stefán Ólafsson og ber hún yfirskriftinaFornir garðar í Kelduhverfi. Greinin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um rannsóknir á forngörðum í Kelduhverfi sem unnar voru sumarið 2011. Áður en vettvangsrannsókn hófst hafði lega garðlaganna verið kortlögð en á vettvangi voru teknir sex prufuskurði í jafnmörg garðlög á svæðinu. Niðurstöður vettvangsrannsókna voru að garðarnir eru líklega allt eins gamlir og systurgarðar í suðursýslunni og hafa ekki verið byggðir síðar en á 10.-13. öld. Rannsóknir sýndu jafnframt að lega garðanna í Kelduhverfi er talsvert frábrugðin legu garðanna í suðursýslunni. Helsta einkenni garðanna í Kelduhverfi er margföld garðlög umhverfis rústaþyrpingar sem líklega eru býli eða sel en það er ólíkt einkennum garðanna í suðursýslunni sem eru línulegir og liggja gjarnan eftir endilöngum hlíðarrótum eða á heiðum.
Frekari upplýsingar um Árbók Þingeyinga 2011 er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.husmus.is/index.php?option=com_content&view=article&id=282&Itemid=203&lang=is

Share this post

Comments (3)

 • FSI-admin's picture

  Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit.

  Jul 08, 2013
 • FSI-admin's picture

  Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit.

  Jul 08, 2013
 • anon

  Þetta er ekki rétt!

  Apr 16, 2015

Leave a comment

Filtered HTML

 • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
 • Allowed HTML tags: <a> <em> <strong> <cite> <blockquote> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
 • Lines and paragraphs break automatically.

Plain text

 • No HTML tags allowed.
 • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
 • Lines and paragraphs break automatically.

Tabbed Recent Posts

Um fréttasíðuna

Hér birtast ýmsar fréttir frá Fornleifastofnun Íslands og samstarfsfólki hennar.