Gróska í bókaútgáfu um fornminjar
Nú er gósentíð í bókaútgáfu um fornminjar og fornleifarannsóknir en margar bækur hafa komið út á síðustu árum og eru væntanlegar. Nýjasta dæmið er bók Hjörleifs Stefánssonar, Af jörðu, glæsilegt rit um íslensk torfhús. Af eldri bókum má nefna bók Steinunnar Kristjánsdóttur um uppgröftinn á Skriðuklaustri, bók Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um uppgröftinn í Reykholti, Mannvist eftir Birnu Lárusdóttur, bók um uppgröftinn á Hofstöðum í ritstjórn Gavins Lucas og greinasafnið Upp á yfirborðið sem Fornleifastofnun gaf út.