Ný grein um forngarða

Fyrr í þessum mánuði kom Árbók Þingeyinga út. Árbókin er sameiginlegt héraðsrit Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu. Í bókinni er að vanda að finna margar fróðlegar og skemmtilegar greinar en að þessu sinni eiga tveir starfsmanna Fornleifastofnunar grein í ritinu. Greinina skrifa þau Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Stefán Ólafsson og ber hún yfirskriftinaFornir garðar í Kelduhverfi. Greinin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um rannsóknir á forngörðum í Kelduhverfi sem unnar voru sumarið 2011.